Tapas og Sangría

Uppskrift: Linda Ben

 

 

Spænskar snittur:

 • Baguette brauð
 • 7-10 litlir tómatar
 • Alioli
 • Hráskinka
 • Chorizo
 • Mangó
 • Hvítmyglu ostur, t.d. camembert
 • Hvítlauks ólífur (sjá uppskrift hér fyrir neðan)
 • Hvítlauks rjómaostur (sjá uppskrift hér fyrir neðan)
 • Grillaðar paprikur (sjá uppskrift hér fyrir neðan)
 • Basil

Aðferð:

 1. Skerið baguette brauðið í sneiðar.
 2. Skerið tómatana í 2 hluta, nuddið innihaldi tómatsins á brauðsneiðarnar.
 3. Hér megiði láta hugmyndaflugið ráða, smyrjið einhverjar brauðsneiðar með alioli, setjið kjötálegg á brauðsneiðarnar og toppið svo með hráefnunum sem talin eru upp hér fyrir ofan eins og ykkur finnst fallegt.

Fylltar döðlur með hvítlauks rjómaosti:

 • Ferskar döðlur
 • 200 g rjómaostur
 • 1 hvítlauksrif
 • ½ tsk þurrkuð steinselja
 • Pipar
 • Ferskt basil

Aðferð:

 1. Steinhreinsið döðlurnar og opnið þær langsum.
 2. Setjið rjómaostinn í skál, kreistið hvítlaukinn í hvítlaukspressu út á rjómaostinn, bætið þurrkuðu steinseljunni út í og hrærið öllu vel saman.
 3. Fyllið um það bil tsk af rjómaosti inn í hverja döðlu.
 4. Skreytið með fersku basil og pipar.

 

Risarækjur:

 • 300 g risarækjur
 • ¼ tsk chilli flögur
 • 1 hvítlauksrif
 • salt og pipar
 • börkur af ½ sítrónu
 • ½ dl sólblómaolía
 • 3 grillspjót

Aðferð:

 1. Kveikið á grillinu og stillið á meðal hita.
 2. Setjið risarækjurnar í skál, kryddið rækjurnar með chilli flögum, salti og pipar, rífið sítrónubörk yfir, setjið hvítlaukinn í hvítlaukspressu og pressið hvítlaukinn ofan í skálina. Hellið svolítið af bragðlausri olíu yfir, blandið saman og látið marinerast (5-10 mín eða eins lengi og tími gefst).
 3. Þræðið rækjunum á grillspjót, hafið svolítið pláss fyrir hverja rækju svo þær eldist allar jafnt.
 4. Grillið í 5 mín eða þangað til rækjurnar hafa eldast í gegn.

 

Ólífur í hvítlaukslegi:

 • 1 krukka grænar steinlausar ólífur
 • 1,5 – 2 msk gæða ólífu olía
 • 1 hvítlauksrif, gróft niðurskorið
 • pipar og örlítið salt

Aðferð:

 1. Hellið vökvanum af ólífunum, setjið í skál, hellið ólífu olíunni yfir, skerið hvítlaukinn í grófa bita, kryddið með smá pipar og örlítið af salti (má sleppa ef ólífurnar eru mjög saltar) og blandið saman.
 2. Látið marinerast.

 

Grillaðir tómatar og paprikur:

 • 10 tómatar, meðal stórir
 • 2 rauðar paprikur

Aðferð:

 1. Kveikið á grillinu og stillið á meðal láan hita.
 2. Skerið paprikurnar um það bil 3-4 cm þykkar sneiðar, setjið grænmetið beint á grillið og grillið í um það bil 7 mín og snúið reglulega þangað til fallegir litlir brunablettir myndast.

Hunangsmelóna með hráskinku:

 • 1 umslag hágæða spænsk hráskinka
 • ½ hunangs melóna

Aðferð:

 1. Skerið hunangsmelónuna niður í bita, takið hýðið af.
 2. Skerið hverja sneið af hráskinku í 3 hluta og vefjið einum hluta utan um 1 melónubita.

Hér má finna góða Sangríu uppskrift.