Passoa kokteilar fyrir Þjóðhátíð

Marta Rún hjá femme.is ritar


Hvort sem planið er að skella sér til Vestmannaeyja, njóta í Reykjavík eða eiga góða helgi uppí bústað með fjölskyldu og vinum er þetta helgi til að skála í góðra vina hópi.

 

Hér eru nokkrar góðar og súper einfaldar uppskriftir af kokteilum þar sem notaður er líkjörinn Passoa. Drykkirnir henta vel í fallegu kokteilglasi, í krukku eða plastglasi út í Vestamannaeyjum.

 

Allir þessir drykkir eru afar einfaldir í framkvæmd og ættu allir að geta mixað í góðan kokteil heima. Passoa er líkjör sem hefur rosalega afgerandi ávaxtabragð og þarf þá ekki að flækja málin mikið með því að gera góðan kokteil.


Passoa-kokteill

Passoa Partý Bolla


1 líter Passoa
1 líter sódavatn

1 líter trönuberjasafi

Klaki

Blandaðu öllum hráefnum saman í stóra könnu, skál eða fat með slatta af klökum.

 

paassoa-bolla

 

 

Passoa Fresh

1/3 glas Passoa fyllt upp með klökum, límónusneið og sódavatni. Einfaldur, ferskur og góður drykkur.

 

Passoa fresh


Passoa Romm Bomba


1 partur ljóst romm
1 partur Passoa

2 partar appelsínudjús
Klakar

Hráefnin hrist saman og sett í glas með appelsínusneið eða ferskum ávöxtum.

 

Passoa rum bomb


Passoa Ginger

1/3 glas af Passoa fyllt með klökum, límónusneið, og engiferöli
Allt sett í glas og hært létt saman.
Passoa ginger

 

 

 

 

 

Share Post