Cointreau vinaigrette

 

Salat með andarbringu og Cointreau vinaigrette

 

Hráefni fyrir fjóra

1 gul melóna

2 perur, skornar í sneiðar

10 cl Cointreau

1 msk. hunang

250 g salatblöð

15 basilblöð

150 g gular baunir

100 g sveppir skornir smátt

12 sneiðar reykt andarbringa

10 heslihnetur

1 tsk. púðursykur

 

Fyrir vinaigrette:

1 msk. franskt sinnep

1 msk. balsamikedik

1 msk. Cointreau

4 msk. ólífuolía

 

Aðferð:

Hellið Cointreau og hunangi yfir melónuna og perurnar og blandið vel saman.

Blandið salat blöðum, basil, gulum baunum og vinaigrette saman á disk. Hellið Cointreau ávaxtablöndunni yfir. Bætið andarbringunni, sveppunum út á salatið. Brúnið hneturnar með púðursykrinum og hellið yfir salatið í lokinn.

Post Tags
Share Post