Le Coctail Show: Cointreau opnar 170 ára afmælið á gríðarmikilli kokteilhátíð í París

Þann 12 júní sl. hleypti Cointreau af stokkunum 170 ára afmælishátíð sinni sem mun standa yfir allt næsta ár. Upphafspunktur veisluhaldanna var glæsileg kokteilhátíð fyrir 400 vel valda boðsgesti hvaðanæva að úr heiminum. Boðið var upp á pop-up kokteilboð þar sem sannkallaðir stjörnubarþjónar buðu upp á fjóra þekktustu Cointreau-kokteilana og hinn eini sanni Vincent Darré svipti hulunni af sérstakri útgáfu af Cointreau sem væntanleg er í takmörkuðu upplagi. Það er óhætt að segja að Le Coctail Show hafi lýst upp hina rómuðu borg ljósanna.

Cointreau hefur leikið lykilhlutverk í kokteilmenningu heimsins í bráðum 200 ár og það kom því aðeins ein leið til greina til að fagna tímamótunum: heljarinnar kokteilhátíð í París, borg ljósanna. Maison Cointreau var sett á stofn í Angers í Frakklandi árið 1849 og í tilefni þess var blásið til Le Coctail Show að kvöldi miðvikudagsins 12. júní í stórglæsilegum húsakynnum Pavillon Elysée þar sem saman voru komnir fjölmiðlar, eigendur, samstarfsaðilar, barþjónar og starfsfólk Cointreau frá 24 mismunandi löndum til að skála fyrir 170 ára sögu og veigamiklu hlutverki Cointreau í kokteilmenningu heimsins. Í kjölfarið á VIP-galakvöldi fyrir boðsgesti tóku svo við fjögurra daga veisluhöld þar sem almenningi gafst kostur á að taka þátt í afmælinu og njóta töfra Cointreau.

 

 

“Hið fagra tímabil” endurvakið

Það er við hæfi að veisluhöldin í París hafi borið þemað “La Belle Époque” en þar er vísað í samnefnt blómaskeið í sögu Evrópu, frá seinni hluta 19. aldar og fram að Heimsstyrjöldinni fyrri, en “hið fagra tímabil” einkenndist af friði, hagsæld, blómlegri menningu og tækniframförum. Cointreau á einmitt rætur að rekja til þessa blómaskeiðs. Sjónum gesta var beint að fjórum klassískum kokteilum sem allir innihalda Cointreau – Margarita, Sidecar, Cosmopolitan og Cointreau Fizz – í umhverfi sem minnti óneitanlega á liðna tíma. Gestir og gangandi áttu þess kost að fríska upp á eigin kokteiltakta í vinnustofum sem kenndu réttan frágang á Margaritu, bragðgreiningu á Sidecar, kúnstina að hrista Cosmopolitan rétt og hvernig skal búa til Cointreau Fizz.

 

 

 

Stjörnubarþjónar með nýja sýn á sígilda kokteila

Þá voru nokkrir “celeb-barþjónar” mættir til að bjóða upp á sínar útfærslur af þessum sígildu kokteilum. Aurélie Panhelleux, sem er annar eigenda CopperBay í París, sem nýlega var valinn einn af tíu áhrifamestu börum Frakklands, snaraði fram sinni útfærslu af Margaritu; Toby Cecchini, höfundur að hinum víðfræga Cosmpolitan, bauð upp á nýja útgáfu af þessum einkenniskokteil Manhattan; Antonio Lai, hinn margverðlaunaði barþjónn á barnum Quinary í Hong Kong hristi fram nýstárlegan Cointreau Fizz og Pepijn Vanden Abeele, barstjóri á hinum óviðjafnalega Sketch í London, sýndi hvernig gefa má hinum tímalausa Sidecar smá ferskt tvist.

Og þó hanastélin hafi vitaskuld verið í aðalhlutverki þá vantaði hvorki veislumat né lifandi skemmtiatriði. Meðal annars bauð hinn frægi franski matreiðslumeistari Thierry Marx upp á sérhannaðan matseðil þar sem hver réttur fól í sér snert af Cointreau, til að undirstrika hina ótal möguleika líkjörsins.

 

Afmælisveisla um allan heim

En veisluhöldin verða ekki bara bundin við París, öðru nær. Allt næsta ár og fram til júní 2020 mun Le Coctail Show fara um allan heim, heimsækja vel valda bari og sérverslanir, og bera hvarvetna með sér einstakan anda “La Belle Époque”. Einkennisdrykkirnir með Cointreau verða á borð bornir ásamt vænum skammti af skemmtun þar sem nefna má stafrænar skreytingar, glæsilegan varning í boði, pop-up viðburði í vínbúðum og vitaskuld eftirsóttustu barviðburði ársins: Coctail Mondays á vel völdum börum um víða veröld.

 

 

Vincent Darré kynnir: Cointreau í takmarkaðri útgáfu

Édouard Cointreau lagði á sig ómælda vinnu á sínum tíma til að tryggja að Cointreau líkjörinn væri einstakur í sinni röð. En hann lét ekki staðar numið þar: hann vildi að hinn einstaki drykkur fengi ílát sem væri við hæfi. Í tilefni af 170 ára afmæli Cointreau var því hinn þekkti franski innanhússarkitekt Vincent Darré fenginn til að hanna einstaka flösku utan um Cointreau sem aðeins verður fáanleg í takmarkaðan tíma. Darré endurskapaði hina heimsþekktu ferköntuðu flösku með því ljá henni þrjár myndskreytingar; ein fyrir sögu Maison Cointreau, önnur sem endurspeglar sætt og biturt bragð, hinar tvær hliðar þessa magnaða appelsínulíkjörs og loks sú þriðja sem fangar kokteil-augnablik lífsins. Flaskan var afhjúpuð við sérstaka athöfn á ónefndum bar með boðsgestum þann 12.júní og kemur í almenna sölu haustið 2019.

 

 

Leiðtogi í heimi hanastéla

“Við hjá Cointreau erum stolt af því að vera í fararbroddi nútíma kokteilmenningar. Við vildum nota 170 ára afmælið til að undirstrika og minna á leiðarljós okkar, The Art of the Mix, og gefa unnendum Cointreau um víða veröld færi á að upplifa merkið upp á nýtt og tengjast því á nýjum forsendum,” segir Jean-Denis Voin, forstjóri drykkjardeildar Rémy Cointreau. Líkjörinn hefur um langa hríð verið leiðandi á sínu sviði og nýtur um þessar mundir velgengni sem ekki sér fyrir endann á.

 

Skapandi stemning – skemmtilegar stundir

Allt frá því Édouard Cointreau setti sköpunarverk sitt, líkjörinn Cointreau, á markað árið 1849 hefur vörumerkið staðið fyrir sama létta og skemmtilega andann og verið drifið áfram af sama sköpunarkrafti og gaf því líf í upphafi. Karakter líkjörsins og gæði hans liggja í vali og samsetningu á allra bestu fáanlegu hráefnum þar sem börkur sætra appelsína annars vegar og biturra hins vegar spila aðalhlutverkið. Cointreau er í fremstu röð appelsínulíkjöra á heimsvísu og kemur því ekki á óvart að hann er að finna í meira en 350 kokteilum og hefur hlotið yfir 300 alþjóðleg verðlaun. Óviðjafnanleg gæði Cointreau hafa gert líkjörinn að eftirlæti jafnt hjá barþjónum sem og í heimahúsum, og það má treysta á að allir betri barir hafa flösku af Cointreau á vísum stað.

Share Post