Kjúklingasalat

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Kjúklingur hráefni:

2 kjúklingabringur eða kjúklingalundir
1 egg
hveiti
brauðrasp
1 tsk oregano
salt & pipar

Aðferð:

Taktu til þrjá diska, hrærðu saman egg í einum, hveiti í næsta og brauðrasp, salt, pipar og oregano í þann þriðja.

Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar niður í ræmur.
Dýfið þeim í hveiti, síðan í egg og þar á eftir í brauðraspblönduna.

Setjið eins og 3 matskeiðar af olíu á pönnu og fáið pönnuna á miðlungs til háan hita.
Steikið kjúklingabringurnar á hvorri hlið þar til þær eru orðnar gullbrúnar á báðum hliðum og leggið síðan á grind eða á disk með eldhúsrúllu sem dregur í sig mestu fituna svo að kjúklingurinn verði stökkur og góður.

Salatblanda

Salatblanda
½ rauðlaukur
5-6 sólþurrkaðir tómatar
Grænar eða svartar ólífur
Fetaostur

Vinó mælir með Cune Crianza með þessum rétt.