Rækju og rósavíns pasta

Hráefni fyrir tvo:

300 g rækjur
200g pasta
4 hvítlauksgeirar
2 stórar matskeiðar af rauðu pestó
150 ml rósavín

 

Aðferð:

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum.

Steikið hvítlaukinn ásamt chillipipar á pönnu í2 mínútur.

Bætið rækjunum útí og steikið í nokkrar mínútur.

Hellið rósavíninu út á pönnuna og látið malla í 2 mínútur.

Bætið pestóinu við og blandið saman.

Hellið smá af pasta-vatninu útí ef blandan er mjög þykk.

Bætið svo pasta útá pönnuna og blandið saman.

Vinó mælir með Muga Rosado með þessum rétt.

 

Post Tags
Share Post