Franskur kjúklingapottréttur

Uppskrift: Marta Rún

Hráefni/súpugrunnur

 • 20 g smjör
 • 2 msk hveiti
 • 2 msk mjólk
 • ½ bolli kjúklingasoð
 • Klípa af salti
 • Klípa af þurrkuðu timían
 • Dass af hvítlauks eða laukdufti ef þið eigið það til.

Aðferð:

Bræðið smjör í litlum potti á miðlungshita. Bætið við hveitinu og hrærið vel saman þangað til það er orðið af þykku kremi. Hellið mjólkinni útí og og hrærið vel saman þangað til að það myndast einhverskonar þykkni. Bætið þá kjúklingasoðinu við, salti, pipar og kryddum. Blandið vel saman og slökkvið svo undir hitanum og setjið til hliðar.

Hráefni pottréttur

 • 1 tsk ólífuolía
 • 4 kjúklingalæri
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 laukur
 • 1 bolli þurrt hvítvín
 • 1 bolli kjúklingasoð
 • 1/3 bolli vatn
 • 1 msk Dijon Sinnep
 • 2 tsk hunang
 • 3 gulrætur
 • 500 g kartöflur
 • 2 rósmarínstönglar
 • 2 timíanstönglar

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Finnið til stóran pott sem má fara inní ofn. Ef þú átt ekki svoleiðis getur þú notað stórt fat sem má fara inní ofn með loki. Steikið kjúklingalærin, látið skinnið snúa niður, í 3 mínútur, snúið svo við og steikið hina hliðina í 2 mínútur. Setjið á disk og geymið.

Bætið hvítlaukinum og lauknum í sama pott og steikið saman í tvær mínútur. Bætið síðan við hvítvíninu og látið malla í 3 mínútur. Bætið síðan við súpugrunninn sem þið bjugguð til, ½ lítra af vatni, kjúklingakrafti, sinnepi og hunangi. Hrærið þessu aðeins saman til þess að leysa upp sinnepið og bætið síðan við gulrótunum, kartöflum, rósmarín og timían og blandið saman.

Bætið kjúklingnum ofan í pottinn og setjið í ofninn með lokinu í 30 mínútur og aðrar 20 mínútur án þess að hafa lokið á. Leyfið réttinum síðan að standa í minnstakosti 5 mínútur áður hann er borinn fram.

Vinó mælir með Willm Riesling Reserve með þessum rétt.