Hvítlauks Humarhalar

Uppskrift: www.lindaben.is

 

Hvítlauks humarhalar

  • 24 stk humarhalar
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • 100 smjör
  • 1 dl brauðrasp
  • Salt og pipar
  • Fersk steinselja

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C
  2. Klippið í skelina á humrinum, ofan á, takið kjötið upp úr skelinni og hreinsið görnina.
  3. Bræðið smjörið, skerið hvítlaukinn smátt niður og setjið út í smjörið.
  4. Setjið örlítið af brauðraspi ofan á hvern humarhala.
  5. Setjið hvítlaukssmjör ofan á hvern humarhala, annað hvort með skeið eða pensli.
  6. Þumalputtareglan er að baka humarhalana inn í ofni í um það bil 7 mín. Það er mikilvægt að fylgjast vel með, því meta þarf eldunartíma eftir stærð humarhalana. Þegar þeir eru tilbúnir verða þeir hvítir og þéttari. Gott er að prófa einn og athuga hvort hann sé tilbúinn. Það er mjög mikilvægt að ofelda ekki humarhalana.
  7. Raðið humarhölunum á fallegan platta eða disk, kryddið með salt og pipar og skreytið með ferskri steinselju.

Vinó mælir með Adobe Reserva Rose með þessum rétt.

 

Share Post