Spaghetti Cacio E Pepe

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

400 g spaghetti

Olífu olía

1 pakki beikon

4 hvítlauksgeirar

1 tsk chilliflögur

1 tsk svartur pipar

Safi út 1/2 sítrónu

1 og 1/2 bolli rifinn parmesan ostur

3-4 lúkur klettasalat

Aðferð:

  • Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum.
  • Takið frá 1 bolla af pastavatni eftir suðu og geymið.
  • Steikið beikonið, bætið við olíu, hvítlauk, chilli og svörtum pipar og steikið saman í smá stund.
  • Bætið við sítrónu safa og spaghetti út á pönnuna og blandið öllu saman.
  • Rífið parmesan ostinn yfir í nokkrum skrefum og blandið saman ásamt nokkrum msk af pastavatni.  Bætið klettasalati við í lokin og saltið og piprið eftir smekk.
  • Berið réttinn fram með parmesan osti og chilliflögum.

Vinó mælir með Muga White með þessum rétt.