Alfredo kjúklingapasta

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

  • 400 g penne pasta
  • 4 stk kjúklingabringur
  • 2 msk ólífuolía
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1 rauð paprika
  • 1 ½ msk hveiti
  • 350 ml vatn
  • 2 tsk kjúklingakraftur
  • 250 ml matreiðslurjómi
  • 100 g parmesan ostur
  • Salt og pipar
  • ca. 10 stk aspas
  • 1 lítill brokkolí haus
  • 1-2 dl rifinn ostur

Aðferð:

  1. Byrjað er á því að krydda kjúklingabringurnar með góðri kjúklingakryddblöndu og baka þær inn í ofni í u.þ.b. 35 mín eða þar til þær eru eldaðar í gegn.
  2. Á meðan bringurnar eru inn í ofni setjiði þá vatn í tvo potta, einn til að sjóða pastað í og annan til að sjóða aspas og brokkolí í. Bætið salti í þá báða en olíu bara í þann sem þið munið sjóða pastað í. Þegar suðan er komin upp bætiði pastanu í pottinn en aspas og brokkolíi í hinn pottinn. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum en grænmetið í u.þ.b. 10 mín.
  3. Setjið olíu á pönnu, skerið hvítlauksgeirana smátt niður og bætið út á meðal heita pönnuna, Skerið papriku niður í litla bita og bætið henni líka á pönnuna. Hveitið er sett á pönnuna og blandað saman við allt, steikið hveitið í nokkrar mín til að ná mesta hveitis bragðinu úr. Bætiði því næst vatni, krafti og matreiðslurjóma út á pönnuna og hrærið saman. Rífið parmesan ostinn út á og blandið saman. Smakkið til með salt og pipar.
  4. Setjið pastað í frekar stórt eldfast mót, setjið grænmetið út á, skerið kjúklingabringurnar í bita og bætið þeim út á, hellið sósunni yfir og dreifið rifnum osti yfir. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 15 mín eða þar til osturinn byrjar að brúnast.

Vinó mælir með Adobe Chardonnay Reserva með þessum rétt.