Sumarsnittur með Ricotta osti

Um 20 stykki

Hráefni

1 snittubrauð

250 g Ricotta ostur

350 g kirsuberjatómatar

½ rauðlaukur saxaður

1 hvítlauksrif

Ólífuolía

2 msk. söxuð basilíka

Hvítlauksduft

Salt og pipar

Aðferð

Hitið ofninn í 200°C.

Skerið snittubrauðið í sneiðar og penslið báðar hliðar með ólífuolíu, ristið í 3-5 mínútur í ofninum og leyfið þeim síðan að ná stofuhita.

Þeytið Ricotta ostinn á meðan í hrærivél ásamt 1 matskeið af ólífuolíu, ½ tsk. af hvítlauksdufti og salti og pipar eftir smekk.

Smyrjið næst vænu lagi af Ricottablöndu á hverja sneið.

Skerið kirsuberjatómatana niður og blandið við rauðlaukinn í skál. Rífið hvítlauksrif saman við, setjið um 2 matskeiðar af ólífuolíu, basilíkuna og salt og pipar eftir smekk saman við.

Setjið næst tómatablöndu yfir hverja sneið og njótið.

Vinó mælir með: Muga Rioja með þessum rétti.

Uppskrift: Gotteri.is