Flat iron steikur með steikhússósu og frönskum kartöflum

Fyrir 2

Hráefni

Flat iron steikur, 2x 200 g / Fást eftir pöntun hjá Kjötbúðum

Skalottlaukur, 30 g

Hvítlaukur, 1 rif

Rjómi, 150 ml

Koníak, 50 ml

Sýrður rjómi 10%, 1,5 msk

Parmesanostur, 10 g

Worchestershire sósa, 1 tsk / Heinz

Dijon sinnep, 1 tsk / Maille

Gróft sinnep, 0,5 tsk / Maille

Kjötkraftur duft, 0,5 msk / Oscar

Sósujafnari, 1-2 tsk / Ef þarf

Franskar kartöflur og salat sem meðlæti

Aðferð

Takið kjötið úr kæli 1 klst áður en elda á matinn.

Saxið skalottlauk smátt. Pressið hvítlauk. Hitið smjörklípu í litlum potti við miðlungshita og steikið skalottlauk ásamt smá salti þar til laukurinn fer að mýkjast. Bætið pressuðum hvítlauk út í pottinn og steikið í stutta stund.

Bætið koníaki út í pottinn og látið sjóða niður um helming. Bætið rjóma, sýrðum rjóma, Worchestershire sósu, kjötkrafti, Dijon og grófu sinnepi út í pottinn. Rífið að lokum parmesanost saman við sósuna.

Látið sósuna malla við vægan hita á meðan unnið er í öðru þar til sósan hefur þykkst hæfilega. Smakkið til með salti ef þarf og ríflegu magni af svörtum pipar. Ef sósan þykkist of mikið má þynna hana með ögn af vatni eða rjóma.

Þerrið steikurnar vel með eldhúspappír og nuddið svo með olíu og salti

Hitið pönnu (helst stálpönnu) við háan hita og bíðið þar til það fer að rjúka aðeins úr henni. Bætið 1 msk af olíu út á pönnuna og steikið kjötið svo í um 3-4 mín á hvorri hlið (fer eftir þykkt) fyrir medium rare steikingu. Best er að snúa kjötinu á sirka 1 mín fresti fyrir sem jafnasta steikingu. Bætið smjörklípu út á pönnuna þegar 2 mín eru eftir af eldunartíma kjötsins og dreipið bráðnu smjörinu yfir kjötið á milli þess sem því er snúið. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mín áður en skorið er í það.

Berið fram með frönskum kartöflum og góðu salati.

Vinó mælir með: Cune Gran Reserva með þessum rétti.

Uppskrift: Matur og Myndir