Shakshuka ala Hildur Rut með ricotta osti

Fyrir 2

Hráefni

500 g litlir ferskir tómatar t.d. kokteiltómatar
1 lítill laukur
Ólífuolía
3 hvítlauksrif
Krydd: Paprikuduft, chili, salt og pipar
5-6 msk ricotta ostur (fæst t.d. í Krónunni)
Ferskar kryddjurtir: T.d. steinselja, oregano og timían 

Aðferð

Smátt skerið tómata, lauk og ferskar kryddjurtir.

Steikið tómatana og laukinn uppúr ólífuolía á pönnu. Pressið hvítlauk út í og bætið kryddi og kryddjurtum saman við.

Hrærið öllu vel saman og látið malla í 5-7 mínútur eða þar til tómatarnir eru orðnir vel mjúkir og maukaðir. Gott að loka pönnunni með loki.

Brjótið eggin út í tómatana og dreifið ricotta ostinum yfir. Lokið pönnunni og látið eggin eldast í um 3-4 mínútur eða þar til þau eru eins og þið viljið hafa þau. Mér finnst best að hafa rauðuna fljótandi. 

Berið fram með súrdeigsbrauði og njótið.

Vinó mælir með: Cune Brut Rosado með þessum rétti.

Uppskrift: Hildur Rut