Rósmarín og hvítlauksmarinerað lamb með graskerssalati og sveppasósu
Fyrir 2
Hráefni
Lambaprime, 500 g
Rósmarín ferskt, 2 stilkar
Hvítlaukur, 3 rif
Grasker (Butternut squash), 400 g (eftir að skinnið er fjarlægt)
Grænkál, 50 g
Sítróna, 1 stk
Pekanhnetur, 30 g
Parmesan, 15 g
Rjómi, 180 ml
Kastaníusveppir, 75 g
Sveppakraftur, ½ stk / Kallo
Aðferð:
Hreinsið rósmarín frá stilknum og saxið smátt. Pressið 2 hvítlauksrif. Setjið lambaprime í skál með rósmarín, pressuðum hvítlauk, svolítilli ólífuolíu og tæpum 2 tsk af flögusalti. Blandið vel saman og nuddið marineringunni vel í kjötið og látið marinerast í amk 2 tíma.
Stillið ofn á 180°C með blæstri
Skerið skinnið frá graskerinu og skerið í munnbitastærðir. Veltið upp úr svolítilli olíu, salti og 1 pressuðu hvítlauksrifi. Dreifið graskerinu yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í neðstu grind í ofni í 25-30 mín eða þar til graskerið er fallega gyllt og mjúkt í gegn. Hrærið í þegar tíminn er hálfnaður.
Saxið grænkál gróflega ásamt pekanhnetum og setjið í stóra skál. Rífið helminginn af parmesanostinum saman við ásamt svolitlu af sítrónuberki (varist að taka hvíta undirlagið með). Blandið graskerinu saman við þegar það er tilbúið. Smakkið til með sítrónusafa, salti og skvettu af ólífuolíu.
Sneiðið sveppi og saxið skalottlauk smátt.
Brúnið kjötið vel á öllum hliðum í um 5 mín á heitri pönnu. Færið kjötið svo í eldfast mót og bakið í miðjum ofni í 12-15 mín eða þar til kjarnhiti kjötsins hefur náð 65°C. Látið kjötið hvíla í nokkrar mín áður en það er skorið.
Steikið sveppi og skalottlauk á sömu pönnu og kjötið var steikt. Bætið rjóma og sveppakrafti út á pönnuna þegar sveppirnir eru fulleldaðir og laukurinn mjúkur. Látið malla í stutta stund og rífið svo restina af parmesanostinum saman við. Smakkið til með salti ef þarf og bætið við ögn af sósulit ef vill.