Parmesanhjúpuð Langa
Fyrir 6
Hráefni
Fiskur
1,50 kg langa eða annar hvítur fiskur
Hjúpur
480 ml Heinz majónes
150 g Parmareggio Parmesanostur rifinn
4 stk hvítlauksrif rifin
2 dl Panko brauðrasp
30 g fersk steinselja
0,50 stk sítrónusafi
salt og pipar eftir smekk
Meðlæti
Ferskt salat
Kartöflur
Parmareggio Parmesanostur eftir smekk
Sítróna
Aðferð
Skerið fiskinn í jafna bita og kryddið með salti og pipar báðum megin.
Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru nánast tilbúnar og takið til hliðar.
Blandið saman í skál majónesi, parmesanosti, hvítlauk, steinselju, sítrónusafa, salti og pipar eftir smekk og að lokum raspi.
Setjið lönguna í eldfast mót eða á ofnplötu.
Smyrjið vel af blöndunni á hvern bita og kryddið með salti og pipar.
Bakið í ofni við 180°C í ca 12-15 mínútur.
Steikið kartöflurnar upp úr smjöri á pönnu í 3-5 mínútur til að fá smá lit og hjúp á þær á meðan fiskurinn er í ofninum.
Bætið að lokum hvítlauksolíu á pönnuna með kartöflunum ásamt salti og pipar og steikið í 1 mínútu.
Kreistið sítrónu yfir, bætið rifnum parmesanosti við og berið fram.
Gott er að njóta með köldu Purato Pinot Grigio.