
Ljúffengt penne pasta með tómötum og burrata
Fyrir 3-4
Hráefni
300 g De Cecco penne pasta
2 msk ólífuolía
3 hvítlauksrif, kramin eða rifin
1 chili
Salt og pipar
300 g kokteiltómatar eða aðrir litlir tómatar
150 g ítalskt salami
2 msk fersk basilíka
3 msk philadelphia rjómaostur
½ dl parmigiano reggiano
½ – 1 dl pastavatn
Toppa með:
1 burrata ostur
Fersk basilíka
Parmigiano Reggiano
Aðferð
Byrjið á því að skera tómatana í tvennt. Smátt skerið chili og salami og pressið hvítlaukinn.
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu og á meðan útbúið þið sósuna.
Steikið chili og hvítlauk upp úr ólífuolía á vægum hita.
Bætið salami saman við.
Hellið tómötunum útí og látið þá malla aðeins þar til þeir verða mjúkir.
Bætið basilíkunni og rjómaosti útí og hrærið saman.
Hellið pastavatni útí til að þynna sósuna og saltið og piprið eftir smekk.
Að lokum toppið með burrata osti, ferskri basilíku, meiri parmigiano eftir smekk og njótið.
