Heilsteikt nautalund

Hráefni

Nautalund

1/2 dl ólífu olía

1 msk dijon sinnep

1 msk ferskt rósmarín

nóg af svörtum pipar

Aðferð:

Setjið innihaldsefnin saman í skál og blandið saman, nuddið marineringunni á kjötið og leyfið kjötinu að marinerast í u.þ.b. 6 klst.

Kveikið á ofninum og stillið á 170°C og undir+yfir hita.

Hitið pönnu og setjið svolítið af ólífu olíu á pönnuna. Steikið nautalundina á öllum hliðum í u.þ.b. 30 sek á hvorri hlið til þess að loka kjötinu.

Setjið kjötið í eldfast form og setjið kjöthitamæli í það.

Bakið inn í ofni þangað til kjarnhitinn nær 53°C, látið standa í 10-15 mín við stofuhita og látið jafna sig.

Skerið kjötið í sneiðar.

 

Rjómasveppasósan

 

Hráefni

1/2 laukur

250 g sveppir

2 msk smjör

3 hvítlauksrif

500 ml rjómi

vökvinn sem fellur til af nautakjötinu inn í ofninum

2 stk nautakrafts teningar eða eftir smekk, fer eftir því hversu mikið af vökva fellur til af kjötinu.

1 dl rauðvín

svartur pipar og salt eftir smekk

1 msk gráðostur

Sósulitur eftir smekk

 

Aðferð

Skerið laukinn fínt niður og steikið hann upp úr örlitlu smjöri.

Skerið sveppina niður og bætið þeim út á pönnuna ásamt restinni af smjörinu, steikið þangað til mesta vatnið af sveppunum er gufað upp.

Pressið þrjú hvítlauksrif út á og steikið létt í 1-2 mín, hellið svo rjómanum út á. Bætið kraftinum sem féll af nautakjötinu út í sósuna ásamt teningunum rauðvíninu, smá pipar og salt og gráðostinum.

Látið sósuna sjóða svolítið og bætið svo meira af kjötkrafti, salt og pipar, rauðvíni og gráðosti eftir smekk.

 

Vinó mælir með: Adobe Reserva Cabernet Sauvignon með þessum rétt.

Uppskrift: Linda Ben