Djúsí & einföld BBQ pizza

Hráefni

1 Mission pizza base (fæst t.d. í Krónunni og Fjarðarkaup)

2-3 dl rifinn kjúklingur

1 dl BBQ sósa

2 msk hreinn Philadelphia rjómaostur

½ dl rifinn cheddar ostur

½ dl rifinn mozzarella ostur

Rauðlaukur eftir smekk, skorinn í strimla

Mission tortilla flögur eftir smekk

½ avókadó

5 kokteiltómatar

Ferskur kóríander eftir smekk

Aðferð

Byrjið á því að blanda kjúklingnum saman við BBQ sósuna í skál og setjið til hliðar.

Smyrjið pizzu botnanna með rjómaosti og dreifið kjúklingum jafnt yfir.

Stráið yfir rifnum cheddar- og mozzarella osti, dreifið rauðlauknum og brjótið tortilla flögur yfir allt.

Bakið í ofni við 200°C í 12-15 mínútur.

Toppið pizzuna með smátt skornu avókadó, kokteiltómötum og ferskum kóríander.

Vinó mælir með: Corona með þessum rétti.

Uppskrift: Hildur Rut