Rauðvín með páskalambinu

Það líður að páskahátíðinni og eins og gengur sjá flest okkar þar tilefni til að setjast niður, helst með þeim sem okkur þykir vænst um, njóta samverustunda og góðs matar. Þau okkar sem aðhyllast kristna trú hafa jafnan þann sið að elda lambasteik um páskana – Páskalambið – enda lambið oft haft sem táknmynd hreinleika og sakleysis.

Þegar föstunni lauk á páskadag varð lambakjöt uppistaðan í kjötmáltíðinni sem loks mátti gæða sér á og þar með varð lambið að tákni páskanna í kaþólskum sið. Þetta kom ekki síst til af því að einmitt um sama leyti vors var passlegt að hefja slátrun á vorlömbunum. Sú fórn sem Jesú færði mannkyninu til frelsunar og heilla tákngerðist í slátrun hins saklausa lambs – ásamt því að áðurnefnd tímasetning slátrunar passaði frábærlega vel.

 

Íslenska lambakjötið, best í heimi, nema hvað!

Hvort sem fólk er sanntrúað eða ekki þá fer vel á því að halda siðinn í heiðri enda fátt sem jafnast á við ljúffenga stórsteik af íslensku lambi á vorin, nema ef vera skyldi ljúffeng stórsteik af íslensku lambi á vorin með glasi af úrvalsgóðu víni. Íslenskt lambakjöt tekur framúrskarandi vel við ýmis konar kryddi, bæði garðablóðbergi, rósmaríni og hvítlauk, steinselju og salvíu, svo fátt eitt sé nefnt. Kryddunin gerir pörun við gott vín bara enn meira spennandi og hér á eftir fara nokkur prýðisgóð rauðvín sem gera páskalambið enn betra.

 

Ramon Roqueta Reserva

Kirsuberjarautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk kirsuber, brómber, barkarkrydd, jörð.

Sjá nánar inná vef Vínbúðarinnar hér.

Lealtanza Crianza

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, sólber, blóðberg, tunna, sveit.

Sjá nánar inná vef Vínbúðarinnar hér.

Lealtanza Reserva

Kirsuberjarautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Skógarber, hindber, jarðarber, krydd, eik.

Sjá nánar inná vef Vínbúðarinnar hér.

Cune Reserva

Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, brómber, plóma, laufkrydd, lyng.

Sjá nánar inná vef Vínbúðarinnar hér.

 

Imperial Reserva Rioja

Kirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Kirsuber, hindber, skógarbotn, kaffi, eik.

Sjá nánar inná vef Vínbúðarinnar hér.

 

Emiliana Coyam

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Dökk ber, barkarkrydd, súkkulaði, eik.

Sjá nánar inná vef Vínbúðarinnar hér.

 

Salvaje Syrah Roussanne

Dimmfjólurautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Sólber, krækiber, lyng, sveit.

Sjá nánar inná vef Vínbúðarinnar hér.

 

The Hess Collection Allomi Cabernet Sauvignon

Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þroskuð tannín. Sultuð kirsuber, sólber, súkkulaði, kókos, vanilla.

Sjá nánar inná vef Vínbúðarinnar hér.

 

Muga Reserva

Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Kirsuber, brómber, súkkulaði, appelsína, eik.

Sjá nánar inná vef Vínbúðarinnar hér.