Cointreau Fizz með eplum og rósmarín   Hráefni: 6 cl Cointreau 3 cl ferskur límónusafi 3 sneiðar epli Rósmaríngrein 9 cl sódavatn Aðferð: Kremjið saman epli og rósmarín í botninum á glasinu. Bætið Cointreau, límónusafa og klaka út í glasið og fyllið upp með sódavatni. Hrærið saman og skreytið með rósmarín grein og eplasneið.

Klassískur Mojito kokteill   Hráefni: 2 stk lime sneiðar 1 lúka myntu lauf 20 ml sykursýróp 30 ml Brugal romm Klakar Sódavatn Aðferð: Setjið lime og myntu lauf í glas, merjið það saman með kokteil merjara. Setjið sykursýróp og romm út í drykkinn, blandið saman. Fyllið glasið af klökum og hellið sódavatni yfir, blandið saman.   Uppskrift: Linda Ben

Mojito Hráefni 6 cl Brugal Blanco romm ½ límóna Nokkur myntulauf 2 tsk. hrásykur Sódavatn (mjög gott að hafa sódavatn með lime bragði) Aðferð Mintulauf og lime skorið niður í báta, kreist og kramið saman í glas. Romm, sykri og klaka bætt út í og hrært vel saman. Fyllt upp með sódavatni