Vínin með villibráðinni

Það er sá tími ársins sem skytturnar draga fram hólkana og reyna sitt ítrasta til að draga einhverja björg í bú. Íslendingar eru upp til hópa sólgnir í villibráð og er það lítt að undra; hér er nóg af villtri náttúru og veiðidýrin sem um ræðir bera með sér keim af ósnortnu landslagi, lyngi og öðru sem þau kunna að leggja sér til munns í heiðanna ró.

 

Hér er hreinleikinn og rekjanleiki fæðunnar með allra mesta móti, ekki fyrir aukaefnum eða einhvers konar mengun að fara og í ofanálag gefur villibráðin af sér einstaklega magurt og eftir því hollt kjöt. Íslensk villibráð þykir enda lostæti og því við hæfi að velja vel vínin með hinum villta veislumat; það er jú búið að hafa nóg fyrir því að eltast við matinn og ekki nema rétt og eðlilegt að gera úr sem veglegasta veisluna

 

Hér eru nokkur góð vín sem við mælum með Villibráðinni;

 

Adobe Reserva Pinot Noir 2.099 kr.

Ljóskirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Hindber, jarðarber, laufkrydd, skógarbotn.

 

Chateau Lamothe Vincent 2.499 kr

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Sólber, brómber, eik, laufkrydd, lyng.

 

Vidal Fleury Cotes du Rhone 2.499 kr.

Kirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, brómber, blómlegt, sveit, steinefni.

 

Hess Select Cabernet Sauvignon 2.999 kr.

Múrsteinsrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Jarðarber, trönuber, skógarbotn.

 

Hess Select Pinot Noir 2.999 kr.

Dökkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, mild sýra, þétt tannín. Dökk kirsuber, súkkulaði, mandarína.

 

Tenuta Meraviglia rautt 3.499 kr.

Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Kirsuber, sólber, sveit, barkarkrydd, jurtakrydd, eik.

 

Emiliana Coyam 3.699 kr.

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Sólber, brómber, eik, barkarkrydd.

 

Crasto Superior Syrah 3.699 kr.

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Dökk kirsuber, eik, sveskja, kaffi.

 

The Hess Collection Allomi Cabernet Sauvignon 3.999 kr.

Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þroskuð tannín. Sultuð kirsuber, sólber, súkkulaði, kókos, vanilla.

 

Muga Reserva 3.999 kr.

Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Kirsuber, brómber, súkkulaði, appelsína, eik.

Post Tags
Share Post