Russian Standard – Hágæðadrykkur frá Sankti Pétursborg

Russian Standard Vodka er hágæðadrykkur framleiddur í Sankti Pétursborg í Rússlandi, heimabæ vodkans, og er eitt það allra hreinasta vodka sem fáanlegt er enda marg-eimað, oftar en nokkurt annað vodka á markaðnum. Með nýrri tækni sem fyrirtækið hefur hannað fer spírinn í gegnum hvorki fleiri né færri en 200 stig á eimingarferlinu. Já tvö hundruð! Segi og skrifa. 

    Uppgangur Russian Standard hefur verið með hreinum ólíkindum frá því að það kom á markað árið 1998 og fæst það núna í rúmlega áttatíu löndum enda afar aðgengilegt, þægilegt viðureignar, á góðu verði og hentar sérlega vel í hvert það hanastél sem inniheldur þennan þjóðardrykk Rússlands.

Frumkvöðullinn Roustam Tariko kom Russian Standard á laggirnar árið 1998 og sem fyrr segir hefur velgengni þess verið með ólíkindum æ síðan. Framleiðsluferlið er gríðarlega flókið og þar er engu til sparað. Þegar Tariko opnaði verksmiðjuna þá vildi hann fá fram það hreinasta vodka sem framleitt hefur verið, og auk þess á hagstæðu verði. Oft er það þannig að hágæða vodka getur verið dýrt og ef fólk vill spara, þá getur bragðið verið ansi rammt. Þarna sameinaði Roustam Tariko þetta tvennt; sanngjarnt verð og hágæða afurð.

Sagan segir að framleiðslan sé byggð á hugmyndum prófessorsins og hugvitsmannsins Dmitri Mendeleev, frá miðri 19. öld. Hann er sagður hafa fundið hið fullkomna samband og jafnvægi milli vatnsgæða og alkóhóls til að alkóhólið verði sem hreinast, og voru þessar hugmyndir hans fremur framúrstefnulegar á þeim tíma. Framl eiðslan er semsagt innblásin af hugmyndum hans en fer fram með nútímatækni sem fundin var upp hjá Russian Standard. Þess má geta að téður Mendeleev er sá sem er hvað þekktastur fyrir að hafa fundið upp lotukerfið og er því enginn aukvisi þar á ferð.

Öll stig framleiðslunnar fara fram í heimabæ próf. Mendeleev, Sankti Pétursborg og er vatnið fengið úr stöðuvatninu Lagoda sem er í nánasta nágrenni og býður upp á eitt það hreinasta vatn sem fyrirfinnst í Rússlandi og þó víðar væri leitað. Hveitið sem vodkað er eimað úr kemur einnig úr nágrenni borgarinnar.

Þegar Tariko stofnaði fyrirtækið fékk hann til liðs við sig efnafræðinema frá háskólanum sem Mendeleev starfaði hvað lengst við (,,nýmóðins Mendeleeva”) og lagði gríðarlega áherslu á að alkóhólið yrði sem hreinast, framleitt á eins nútímalegan hátt og völ er á, með allra nýjustu og bestu tækni. Það er því deginum ljósara þarna er hugmyndavinna, tækni og natni sem á sér fáa, ef nokkra, jafnoka.

Hvernig ætli sé best að njóta Russian Standard?

Það er ekki flókið. Á hvern þann hátt sem neytandinn kýs. Russian Standard er fjölhæft vodka sem hentar vel eitt og sér, sé sá gállinn á mönnum, jafnt og í hvaða hanastél sem inniheldur vodka.

Share Post