Í hverjum mánuði koma ný vín til reynslusölu í Vínbúðunum í Kringlunni, Heiðrúni, Skútuvogi og Hafnarfirði. Fyrir ykkur sem hafið gaman að því að breyta til og prófa ný vín mælum við með að þið prófið þessi neðan greindu vín, en þau voru einmitt að byrja í reynslusölu Vínbúðanna í byrjun mánaðarins.

 

Salvaje Syrah Roussanne

Bragðlýsing:  Dimmfjólurautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Sólber, krækiber, lyng, sveit.

Styrkleiki: 14% vol

Land: Chile

Framleiðandi: Laurent Miquel

Þrúga: Roussanne, Syrah

Verð: 2.999 kr.

Passar með: Hér er um að ræða kröftugt vín, með þéttu berjabragði og nokkuð tannískt. Passar vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.

 

Tenuta Meraviglia rautt

Bragðlýsing:  Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Kirsuber, sólber, sveit, barkarkrydd, jurtakrydd, eik

Styrkleiki: 14% vol

Land: Ítalía

Hérað: Toskana

Upprunastaður: Bolgheri

Framleiðandi: Dievole

Verð: 3.499 kr.

Passar með: Hér er um að ræða kröftugt vín, með þéttu berjabragði og nokkuð tannískt. Passar vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.

 

Tenuta Meraviglia Vermentino

Bragðlýsing:  Fölgult. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Epli, sítrus, léttir olíutónar.

Styrkleiki: 13,5% vol

Land: Ítalía

Hérað: Toskana

Upprunastaður: Bolgheri

Framleiðandi: Dievole

Verð: 2.999 kr.

Passar með: Meðalfyllt vín, best sem matarvín. Gott með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

 

Pagos del Galir Mencia

Bragðlýsing:  Rúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Krækiber, kirsuber, jurtakrydd, eik. Höfugt.

Styrkleiki: 14,5% vol

Land: Spánn

Framleiðandi: Virgen del Galir

Þrúga: Mencia

Verð: 2.199 kr.

Passar með: Hér er um að ræða kröftugt vín, með þéttu berjabragði og nokkuð tannískt. Passar vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.

 

Laurent Miquel Solas Chardonnay

Bragðlýsing:  Föllímónugrænt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Vínber, melóna, pera.

Styrkleiki: 13% vol

Land: Frakkland

Framleiðandi: Laurent Miquel

Þrúga: Chardonnay

Verð: 2.199 kr.

Passar með: Meðalfyllt vín, best sem matarvín. Gott með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

Post Tags
Share Post