Í hverjum mánuði koma ný vín til reynslusölu í Vínbúðunum í Kringlunni, Heiðrúni, Skútuvogi og Hafnarfirði. Fyrir ykkur sem hafið gaman að því að breyta til og prófa ný vín mælum við með að þið prófið þessi neðan greindu vín, en þau voru einmitt að byrja í reynslusölu Vínbúðanna í byrjun mánaðarins.

 

Mont Marcal Semi Sec Reserva

Bragðlýsing:  Ljóssítrónugult. Smásætt, létt freyðing, fersk sýra. Epli, sítrus, blómlegt, tertubotn.

Styrkleiki: 14,5%

Land: Spánn

Hérað: Cava

Framleiðandi: Mont Marcal Vinivola SA

Þrúga: Parellada, Viura, Xarel.lo

Verð: 1.999 kr.

Passar með: Tilvalið fyrir móttökur og aðra viðburði. Einnig hentar það vel með mat eins og t.d. smáréttum, sushi, fiski, grænmetisréttum og ljósu fuglakjöti.

 

Flor de Crasto hvítvín

Bragðlýsing:  Fölgrænt. Meðalfylling, ósætt, mild sýra. Illiblóm, pera, vínber.

Styrkleiki: 13%

Land: Portugal

Framleiðandi: Quinta do Crasto S.A.

Þrúga: Codega do Larinho 50%, Rabigato 25%, Viosinho 25%

Verð: 2.299 kr.

Passar með: Meðalfyllt vín gott með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

 

Glen Carlou Grand Classique

Bragðlýsing:  Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þroskuð tannín. Þroskuð kirsuber, brómber, jurtakrydd, jörð, eik.

Styrkleiki: 14,5%

Land: Suður Afrika

Framleiðandi: Glen Carlou Vineyards

Þrúga: Cabernet Sauvignon 50%, Malbec 20%, Merlot 13%, Petit Verdot 9%, Cabernet Franc 8%

Verð: 3.499 kr.

Passar með: Hér er um að ræða kröftug vín, með þéttu berjabragði og oft nokkuð tannísk. Þessi henta vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.

Rivetto Barolo del Comune di Serralunga d’Alba 

Bragðlýsing:  Múrsteinsrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Trönuber, kirsuber, barkarkrydd, rósir, hey. 

Styrkleiki: 14,5%

Land: Ítalía

Hérað: Piemonte

Framleiðandi: Rivetto

Þrúga: Nebbiolo

Verð: 6.499 kr.

Passar með: Hér er um að ræða kröftug vín, með þéttu berjabragði og oft nokkuð tannísk. Þessi henta vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.

Le Tense Sassella Nebbiolo

Bragðlýsing:  Ljóskirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, trönuber, laufkrydd, jörð, skógarbotn. 

Styrkleiki: 13,5%

Land: Ítalía

Hérað: Lombardia

Framleiðandi: Nino Negri

Þrúga: Nebbiolo

Verð: 3.399 kr.

Passar með: Þetta er nokkuð bragðmikið vín og gott með rauðu kjöti og ostum.