Í hverjum mánuði koma ný vín til reynslusölu í Vínbúðunum í Kringlunni, Heiðrúni, Skútuvogi og Hafnarfirði. Fyrir ykkur sem hafið gaman að því að breyta til og prófa ný vín mælum við með að þið prófið þessi neðan greindu vín, en þau voru einmitt að byrja í reynslusölu Vínbúðanna í byrjun mánaðarins.

 

Cune Gran Reserva

Bragðlýsing:  Ljóskirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, eik, laufkrydd, lyng.

Styrkleiki: 13,5% vol

Land: Spánn

Framleiðandi: CVNE

Þrúga: Tempranillo

Verð: 3.499 kr.

Passar með: Hér er um að ræða kröftugt vín, með þéttu berjabragði og nokkuð tannískt. Passar vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.

 

Cune Blanco

Bragðlýsing:  Fölstrágult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Epli, hýði, sveppir.

Styrkleiki: 13% vol

Land: Spánn

Upprunastaður: Rioja

Framleiðandi: CVNE

Þrúga: Viura

Verð: 1.999 kr.

Passar með: Meðalfyllt vín, best sem matarvín. Gott með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

 

La Chamiza Malbec Polo Legends blár miði

Bragðlýsing:  Fjólurautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Brómber, kirsuber, laufkrydd.

Styrkleiki: 13,5% vol

Land: Argentína

Hérað: Mendoza

Upprunastaður: Mendoza

Framleiðandi: Finca La Chamiza

Verð: 2.499 kr.

Passar með: Þetta vín hentar með flestum mat. Þetta eru nokkuð bragðmikið og gott með með rauðu kjöti og ostum.

 

La Chamiza Malbec hvítur miði

Bragðlýsing:  Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Trönuber, bláber.

Styrkleiki: 12,5% vol

Land: Argentína

Framleiðandi: Finca La Chamiza

Þrúga: Malbec

Verð: 1.899 kr.

Passar með: Þetta vín hentar með flestum mat. Þetta eru nokkuð bragðmikið og gott með pastaréttum, pizzum, rauðu kjöti og ostum.

 

Domaine Des Malandes Petit Chablis

Bragðlýsing:  Föllímónugrænt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Vínber, melóna, pera.

Styrkleiki: 12% vol

Land: Frakkland

Framleiðandi: Domaine des Malandes

Þrúga: Chardonnay

Verð: 2.199 kr.

Passar með: Meðalfyllt vín, best sem matarvín. Gott með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

 

Los Condes Gran Seleccion

Bragðlýsing:  Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Þroskuð kirsuber, barkarkrydd, tunna, skógarbotn.

Styrkleiki: 13,5% vol

Land: Spánn

Framleiðandi: Bodegas 1898

Þrúga: Tempranillo, Cabernet Sauvignon

Verð: 1.999 kr.

Passar með: Þetta vín hentar með flestum mat. Þetta eru nokkuð bragðmikið og gott með með rauðu kjöti og ostum.

 

Lamberti Santepietre Merlot

Bragðlýsing:  Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, mild sýra, lítil tannín. Kirsuber, lyng, laufkrydd.

Styrkleiki: 12,5% vol

Land: Ítalía

Framleiðandi: Lamberti SPA

Þrúga: Merlot

Verð: 1.899 kr.

Passar með: Þetta vín hentar með flestum mat. Þetta eru nokkuð bragðmikið og gott með með rauðu kjöti og ostum.

Post Tags
Share Post