Í hverjum mánuði koma ný vín til reynslusölu í Vínbúðunum í Kringlunni, Heiðrúni, Skútuvogi og Hafnarfirði. Fyrir ykkur sem hafið gaman að því að breyta til og prófa ný vín mælum við með að þið prófið þessi neðan greindu vín, en þau voru einmitt að byrja í reynslusölu Vínbúðanna í byrjun mánaðarins.

 

Lealtanza Crianza

Bragðlýsing:  Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, sólber, blóðberg, tunna, sveit.

Styrkleiki: 13,5%

Land: Spánn

Upprunastaður: Rioja

Framleiðandi: Bodegas Altanza

Þrúga: Tempranillo

Verð: 2.499 kr.

Sérmerking: Vegan

Passar með: Nokkuð bragðmikið vín, gott með rauðu kjöti og ostum.

 

Lealtanza Reserva

Bragðlýsing:  Kirsuberjarautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Skógarber, hindber, jarðarber, krydd, eik.

Styrkleiki: 14%

Land: Spánn

Upprunastaður: Rioja

Framleiðandi: Bodegas Altanza

Þrúga: Tempranillo

Verð: 2.999 kr.

Passar með: Nokkuð bragðmikið vín, gott með nautakjöti, lambakjöti, hreindýrakjöti og grillmat.

 

Petit Bourgeois Petit Sauvignon Blanc

Bragðlýsing:  Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Greip, stikilsber, sólberjalauf.

Styrkleiki: 12,5%

Land: Frakkland

Hérað: Val de Loire

Framleiðandi: Henri Bourgeois

Verð: 2.699 kr.

Passar með: Meðalfyllt vín, gott með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti, pasta og sushi.

Post Tags
Share Post