Coyam: eitt vinsælasta lífræna vínið á markaðnum

„Coyam hefur alltaf verið lykilþátturinn í sögu Emiliana.“ Þannig kemst Cristián Rodríguez, forstjóri víngerðarinnar Emiliana að orði. Allt frá fyrsta árgangnum, sem leit dags ljós árið 2001, hefur Coyam rakað að sér verðlaunum og viðurkenningum víðsvegar um heiminn, þar með taldar gullmedalíur og framúrskarandi einkunnir. Strax árið 2003, skömmu eftir að Coyam var kynnt til sögunnar, útnefndi tímaritið Wine Spectator það sem “Best Blend of Chile & Best in Show,” og árið 2018 gaf hinn víðfrægi og áhrifamikli víngagnrýnir James Suckling víninu 94 punkta einkunn.

Noelia Orts, víngerðarmeistari hjá Emiliana, lítur svo á að á margan hátt jafngildi  Coyam í raun Emiliana. „Coyam opnaði dyrnar fyrir lífræn vín og vistvæna víngerð. Það stendur fyllilega fyrir þá sýn og þær tilfinningar sem búa í fólkinu að baki þessari víngerð. Allt vín sem hér er framleitt er búið til af umhyggju og vandvirkni, en fólkið ber engu að síður sérstaklega djúpar tilfinningar til Coyam.“

Saga Coyam-vínsins nær aftur til ársins 1998, þegar þeir José Giulisasti og víngerðarmaðurinn og búfræðingurinn Álvaro Espinoza tóku höndum saman og ákváðu að leggja fyrir sig lífræna og vistvæna víngerð, innblásna af heimspeki vistfræðinnar. „Hugmyndin um að búa til staðbundið vín úr  blöndu af þrúgum sem gefur uppruna sinn skýrt til kynna spratt upp úr hinu fjölbreytta úrvali af rauðvínisþrúgum sem þegar var til staðar hjá okkur: Syrah, Mourvedre, Tempranillo, Cabernet, Garnacha og Carmenere. Við vildum ganga lengra og laða fram karakter landsins í víninu. Við vildum gera eitthvað nýtt og öðruvísi,“ bætir Espinoza við.

Coyam, sem þýðir „eikarskógur” á frumbyggjamálinu Mapudungun, er vel til fundið sem nafnið á fyrsta hágæða rauðvíninu frá Emiliana, hinu framúrskarandi Coyam. Þannig er vínið tileinkað hinum stórfenglegu og tilkomumiklu eikartrjám sem er að finna í Chile og hafa þar vaxið og sett svip sinn um aldaraðir á landslagið umhverfis Los Robles vínekrurnar í Colchagua-dalnum, rétt eins og vínið Coyam gnæfir yfir lífræn rauðvín frá Chile.

Frá upphafi fyrir rúmum 20 árum hefur Coyam skapað sér sérstöðu sem einstök blanda af þrúgum, úthugsuð og vel útfærð samsetning af evrópskum afbrigðum sem aldrei höfðu verið ræktuð og fléttuð saman í víni frá Chile. Grunnurinn er Syrah, iðulega um 30% af heildinni, oftast í bland við 

Carmenere, Cabernet Sauvignon, Merlot, Mourvedre, og Petit Verdot. Blandan hefur þó tekið breytingum og þróast í gegnum tíðina og stundum hafa allt að sjö tegundir þrúgna myndað heildina sem er Coyam. Allar hafa útfærslurnar þó átt það sameiginlegt að vera lífrænt ræktaðar með algerlega vistvænum hætti í vínekru Coyam. 

„Í framleiðslu Coyam felst mikil nákvæmnisvinna bæði á vínekrunni, við víngerðina, við val á eik í ámurnar, hvernig vínið er þroskað – og hvert handtak er unnið með þeirri væntumþykju sem við berum til vínsins og um leið með fyllstu hollustu við upphaflega sýn frumkvöðlanna, þeirra Miguel Elizalde, José Guilisasti og Álvaro Espinoza,” segir Noelia Orts.

Share Post