Willm Kirchberg de Barr Grand Cru Riesling 2016

 

 

 

Vinotek segir;

„Riesling er þrúgan á bak við mörg af tignarlegustu hvítvínum heims og þau bestu koma frá héruðunum í kringum fljótin Mósel og Rín. Hið síðarnefnda myndar á kafla landamæri Þýskalands og Frakklands en Frakklandsmegin er eitt af betri hvítvínshéruðum þeirra Frakka, Alsace.

Kirkjuhæðin við Barr eða Kirchberg de Barr er ein af Grand Cru-ekrum Alsace-héraðsins en í þann flokk falla alla bestu vínekrur héraðsins sem í gegnum aldirnar hafa sýnt fram á einstök sérkenni. Fyrir tugmilljónum ára var þetta svæði undir hafi og smátt og smátt myndaðist jarðfræðilega margslunginn jarðvegur á hafsbotninum. Þessi jarðvegur sem nú má finna í jarðlögunum í hlíðunum upp af Rín myndar kjöraðstæður til vínræktar.

Ekran Kirchberg er á hæð sem teygir sig upp frá Saint Martin-kirkjunni í bænum Barr en þar er vínhúsið Maison Willm einnig til húsa. Vínið er gulleitt, í nefinu, mjög míneralískt, vottur af steinolíu sem er eitt af einkennum þroskaðs Riesling, þurrkaður ávöxtur og hunang. Í munni mjög þurrt og sýruríkt, langt og þéttofið. 3.899 krónur. Frábær kaup. Með öllu góðu sjávarfangi. “

Post Tags
Share Post