Rivetto Barolo del Comune di Serralunga d’Alba 2016

 

 

 

Vinotek segir;

„Í Piedmont í norðvesturhorni Ítalíu eru framleidd einhver bestu rauðvín landsins. Þekktust eru vínin frá Lahghe, svæðunum í kringum þorpin Barolo og Barbaresco og þar nýtur Nebbiolo-þrúgan sín til fulls. Nebbiolo er oft líkt við Búrgundarþrúguna Pinot Noir, ekki fyrst og fremst vegna þess að vínin úr þeim eru eins heldur vegna þess að hún er um margt erfið í ræktun og þarf sérstakar aðstæður til að sýna sínar bestu hliðar. Rétt eins og í Búrgund hafa bændur í Langhe unnið að því allt frá miðöldum að þróa klóna af þrúgunni og skilgreina ræktunarsvæði niður í frumeindir til að finna þá blettir þar sem Nebbiolo nýtur sín best. Allar bestu ekrurnar eru í suður og suðvesturhlíðum í 250-450 metra hæð yfir sjávarmáli.

Serralunga d’Alba er eitt af tólf undirsvæðum Barolo og þaðan kemur þetta yndislega vín frá vínhúsinu Rivetto. Það er mórautt út í dimmrautt, dökk kirsuber, trönuber, kryddað, reykur, leður og lakkrís, í munni þéttriðið og tannískt, míneralískt, fágað, ferskt og sýruríkt. Margslungið vín sem er frábært með norður-ítölskum réttum á borð við Osso Buco með Milanese-risotto eða þá íslenskri villibráð. 6.999 krónur. Frábær kaup. Með hægelduðum kjötréttum á borð við Osso Buco eða lambaskönkum. Með villibráð. Með ostum . “

Post Tags
Share Post