Vidal Fleury GSM 2016

Vínótek segir;

Vínhús Vidal-Fleury er með þeim elstu í Rhone-dalnum og hefur gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu árum en það er nú í eigu Guigal-fjölskyldunnar sem hefur lagt metnað í víngerðina hjá Vidal frá a til ö.

Þrúgublandan Grenache, Syrah og Mourvedre er dæmigerð fyrir rauðvín frá suðurhluta Frakklands þó að það hafi verið Ástralir sem gerðu skammstöfunina GSM þekkta á sínum tíma.Vínið er ungt og liturinn er dökkfjólublár, þéttur og djúpur. Kröftug og mikil berjaangan, krækiber og kirsuber, blóm en líka krydd, timjan og vottur af pipar. Vínið er þétt í munni, ungt, ferskt og tannín kröftug en mjúk. Hörkufínt vín.

2.199 krónur. Frábær kaup, verulega gott verð fyrir gæði og vínið fær hálfa auka stjörnu fyrir hlutfall verðs og gæða. Með grilluðu lambi.

Share Post