Vicars Choice Pinot Gris 2019

 

 

Vinotek segir;

Það eru að verða þrjátíu ár liðin frá því að þrúgan Pinot Gris fór að breiða úr sér fyrir alvöru á Nýja-Sjálandi en í dag er hún þriðja mest ræktaða hvítvínsþrúga landsins. Yfirleitt er hið franska heiti þrúgunnar Pinot Gris) notað í stað þess ítalska (Pinot Grigio) sem gefur til kynna að vínhúsin eru með Alsace-stílinn meira í huga í víngerðinni. Þetta er snoturt eintak af nýsjálenskum Pinot Gris, fölgulur litur og í nefinu sprækur sítrus, melóna og ferskjur, þurrt og ferskt í munni með mildum og þægilegum beiskleika í ávextinum. 2.699 krónur. Frábær kaup. Tilvalið með austurlenskum mat, t.d. indverskum.

Post Tags
Share Post