St .Clair Vicar’s Choice Pinot Noir 2016

Vínótek segir;

Nýsjálendingar hafa náð ansi hreint góðum tökum á Pinot Noir-þrúgunni og hún er fyrir löngu orðin ein helsta rauðvínsþrúga þeirra. Stíll nýsjálensku Pinot Noir-vínanna er þó nokkuð frábrugðin Búrgundarvínunum á heimaslóðum þrúgunnar, mýkri, ávöxturinn sætari og sultaðri. Ljósrautt með angan af sultuðum jarðarberjum, rifsberjum og hindberjum, mild og sæt örlítið ristaðri eikarangan, mjúkt og þykkt í munni, ferskt og milt.

2.499 krónur. Frábær kaup. Með lambakjöti og kalkún.

Share Post