Roquette & Cazes 2014

Vínótek segir;

Roquette & Cazes er samstarfsverkefni tveggja magnaðra vínfjölskyldna. Annars vegar Roquette-fjölskyldunnar sem á og rekur Quint do Crasto í Douro-dalnum í Portúgal og hins vegar Cazes-fjölskyldunnar sem á og rekur Chateu Lynch-Bages í Pauillac í Bordeaux. Vínið er gert úr þrúgum af ekrum Crasto í Douro en stíllinn er meira í anda stóru Bordeaux-vínanna með öflugum tannískum strúktúr og áherslu á það sem Frakkar kalla „terroir“ karakteruppruna eða eðli vínekrunnar sjálfrar og allt það sem gerir hana að því sem hún er, jarðvegur, loftslag og lega. Dökkt á lit og dökk ber í nefi ásamt eik sem heldur þétt utan um vínið án þess að taka algjörleg yfirhöndina, þétt og öflugt, kröftug tannín, langt og mikið vín. Umhellið alveg endilega til að vínið njóti sín til fulls.

3.799 krónur. Frábær kaup. Vín fyrir bestu réttina, t.d. villibráð á borð við rjúpu.

Share Post