Cune Reserva 2014

Vínótek segir;

Cune er eitt af þremur vínhúsum innan CVNE (Compania Vinicola del Norte de Espana). Hin tvö heita Vina Real og Contino og öll þrjú hafa sína sérstöðu í Rioja og eru í hópi þeirra bestu í sínum flokki. Cune-vínin hafa verið að nútímavæða stílinn hjá sér síðustu árin, meiri áhersla á kröftugan ávöxt og þetta vín ber þess merki. Angan af dökkum kirsuberjum og trönuberjum, þétt og fín eik og tannín halda utan um vínið, smá kókos og reykur, mild kryddangan, allspice, langt og enn ungt.

2.699 krónur. Frábær kaup, mikið vín fyrir peninginn. Með bestu lamba- og nautasteikunum. Gefið víninu tíma til að opna sig.

Share Post