Saint Clair Vicar‘s Choice Sauvignon Blanc 2016

Víngarðurinn segir;

„Saint Clair Vicar’s Choice Sauvignon Blanc hefur verið fastagestur í Víngarðinum undanfarin 5 ár og á þeim tíma hefur þetta ágæta vín fengið ***1/2 (2012) og **** (árgangarnir 2013 og 2015). Þessi nýjasti árgangur er við sama heygarðshornið og ég þykist vita að þetta vín á sér þónokkra aðdáendur hér á landi.

Það hefur ljósan, strágulan lit með grænni slikju og nokkuð opna angan af trópískum ávöxtum einsog passjón og guava í bland við kramið sólberjalauf rifs- og stikilsber, sítrónu, læm, aspas og greipaldin. Í munni er það ferskt með góða sýru, tiltölulega langan bragðprófíl og í fínasta jafnvægi. Þarna má finna sítrónu, gult greipaldin, rifs, stikilsber, passjón, græn kryddgrös og aspas. Lifandi og skemmtilegt hvítvín sem er flott með bökum, geitaosti, salötum, léttari fiskréttum, sushi og ljósu fuglakjöti.

Verð kr. 2.499.- Mjög góð kaup.“

Share Post