Ramon Roqueta Tempranillo – Cabernet Reserva 2013

Vinotek segir;

„Bodegas Ramon Roqueta er vínhús í Katalóníu á Spáni sem sendir frá sér traust og vel gerð vín á frábæru verði eins og þetta rauðvín úr blöndunni Tempranillo og Cabernet Sauvignon sem hefur um nokkurt skeið verið eitt af ódýru „go to“-vínunum okkar. Þessar tvær þrúgur spila afskaplega vel saman, dökkrauð ber í nefi, aðallega kirsuber þótt þarna sé líka vottur af sólberjum, ávöxturinn umlukinn mildri eik, með smá kaffi og reyk. Mjúkt og þægileg. Afskaplega fágað og elegant fyrir vín í þessum verðflokki.

1.899 krónur. Frábær kaup, afskaplega flott fyrir þetta verð sem gefur víninu fjórðu stjörnuna fyrir hlutfall verðs og gæða. Með nautakjöti.“

Share Post