Fischer Classic Gruner Veltliner 2015

Vinotek segir;

„Vínhús Fischer-fjölskyldunnar er með þeim þekktari í Thermenregion suður af Vínarborg og framleiðir jafnt hin ágætustu hvítvín sem rauðvín. Austurrísk hvítvín eiga sér vaxandi hóp aðdáenda sem hafa uppgötvað ferskleika þeirra og þokka og er þar ekki síst hinni einstöku þrúgu Gruner Veltliner um að þakka. Þessi græni Veltliner frá Fischer er hið prýðilegasta vín, ferskt og þokkafullt. Angan vínsins er mild sæt límóna og þroskaðar perur, smá vottur af gulum eplum, ferskt í munni með votti af þægilegri beiskju í lokin.

1.999 krónur. Frábær kaup. Fínn fordrykkur eða sushi-vín.“

Share Post