Saint Clair Omaka Reserve Chardonnay 2017

 

 

Víngarðurinn segir;

„Eitt af þeim vínum sem komu mér einna mest á óvart undir lok síðasta árs var 2016 árgangurinn af þessu yndislega víni og nú er kominn nýr árgangur sem er engu síðri. Og jafnvel sjónarmuninum betri.

Saint Clair-víngerðin á Nýja-Sjálandi er vel kunn hérna á landi og kannski er Vicar’s Choice Sauvignon Blanc-vínið frá þeim, það sem flestir þekkja. En Reserve-vínin sem þessi víngerð framleiðir undir eigin nafni eru bæði stærri og flóknari vín sem eru afar ljúffeng og vel prísuð í senn.

Þessi Chardonnay er gylltur að lit og með nokkuð opna angan sem má útskýra sem hnausþykkan Chardonnay-ávöxt. Þarna er eplabaka, sítrónukrem, perujógúrt, ristaðar möndlur, hunang, þroskuð melóna, steinaávextir og heslihnetur. Ofaná öllu þessu eru svo ristaðir eikartónar sem gefa bæði vanillu og reyk. Það er svo bragðmikið með hörkuflotta sýru, þykkan ávöxt og endingu sem mæla má í mínútum. Þarna eru epli, sítrónubúðingur, perujógúrt, melóna, steinaávextir, smjördeig, hnetur og voldugir eikartónar sem styðja við allan þennan magnaða ávöxt. Þrátt fyrir stærðina er það fínlegt og matarvænt og vel hægt að jafna því við mun dýrari og eftirsóttari Chardonnay frá Búrgúnd. Hafið það með allskonar bragðmeiri forréttum, bragðmiklum fiski og ljósu fuglakjöti. Verð kr. 3.299.- Frábær kaup. “

Post Tags
Share Post