Rivetto Langhe Nebbiolo 2016

Vinotek segir;

„Víngerð Rivetto-fjölskyldunnar ætti að vera áhangendum Piedmont-vína hér á landi að góðu kunn. Þetta rauðvín nefnist Langhe Nebbiolo sem vísar til þess að það er gert úr Nebbiolo-þrúgum sem eru ræktaðar í Langhe en þó utan hins þekkta undirsvæðis Barolo. Þetta er ungt og frísklegt Nebbiolo, bjartur, rauður ávöxtur, kirsuber ríkjandi, krydd og lyng. Áferðin er fersk, vínið sýrumikið og ungt. 2.999 krónur. Frábær kaup. Fínasta matarvín. Með risotto og sveppum.“

Post Tags
Share Post