Geyser Peak Cabernet Sauvignon 2015

3,5star

Geyser Peak Cab SauvVíngarðurinn, Vín og Fleira segir;

Þessi kaliforníski Cabernet hefur meðaldjúpan, plómurauðan lit og meðalopna angan af rauðum berjum, plómu, sólberjasultu, jarðarberjum, fjallagrösum og vanillu en sprittið losnar full auðveldlega frá ávextinum, að mínu mati. Það er meðalbragðmikið með góða sýru en sætkenndan bakgrunn og mjúk tannín. Þarna eru plómur, rauð ber, dökk sultuð ber og fjallagrös. Aðeins of sætt fyrir minn smekk en fellur örugglega mörgum vel í geð, enda ljúft og auðvelt. Hafið með ýmsum kjötkenndum hversdagsmat.

Verð kr. 2.199.- Góð kaup.

Share Post