Fischer Classic Blauer Portugieser 2011

3,5star

Fischer Blauer Portugieser

Passar vel með: Fiskur, kjúklingur, pasta og grænmetisréttir.

Lýsing: Ljóskirsuberjarautt. Létt fylling, Þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Rauð ber, skógarber, lyng.

Þetta fallega rúbínrauða vín hefur til að bera ákaflega berjaríkt og gott bragð sem gerir það að einkar fjölhæfu matvíni. Það er frábært með pastaréttum og pizzum en hentar einnig einstaklega vel með bragðsterkum fiskréttum og nautapottréttum. Þar sem bragðið er höfugt og margslungið en um leið milt, er kjörið að drekka vínið lítillega kælt í góða veðrinu í sumar.   

Vínótek segir:

 

Austurríki er þekktast fyrir hvítvínin sín en austurrískir víngerðarmenn hafa á undanförnum áratugum verið að færa sig rækilega upp á skaptið í framleiðslu rauðvína. Hér er það þrúgan Blauer Portugieser sem er notuð en hún er aðallega ræktuð í Þýskalandi, Austurríki og Ungverjalandi en upphaflega er talið að hún hafi, líkt og nafið bendir til, komið frá Portúgal. Í Austurríki hefur hún verið ræktuð frá því á átjándu öld. Fischer Blauer Portugieser er vín frá Thermenregion þar sem þrúgan hefur verið ræktuð hvað lengst. Það er fjólublátt á lit, angan af bláberjum, fjólum og kanilstöng,  frekar létt og ávaxtaríkt í munni, en leynir á sér í margslunginni bragðdýpt, kryddað, nokkuð tannískt, sem gerir það að góðu matarvíni. Mjög góð kaup.

Share Post