Fischer Classic Grüner Veltliner 2014

3,5star

fischer Gruner Veltliner

Passar vel með: Skelfiskur, fiskur og grænmetisréttir.

Lýsing: Fölgrænt. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, epli.

Vínótek segir:

Vínhús Fischer-fjölskyldunnar er með þeim þekktari í Thermenregion suður af Vínarborg og framleiðir jafnt hin ágætustu hvítvín sem rauðvín. Austurrísk hvítvín eiga sér vaxandi hóp aðdáenda sem hafa uppgötvað ferskleika þeirra og þokka og er þar ekki síst hinni einstöku þrúgu Gruner Veltliner um að þakka. Létt peruangan í nefi, perubrjóstykur og smá lyché, þægilega ferskt, örlítið piprað í lokin. Tilvalið sumarvín með grilluðum fiski eða sem fordrykkur. Mjög góð kaup.

 

Share Post