Ramon Roqueta Tina 12 Macabeo-Chardonnay 2018

Vinotek segir;

„Ramon Roqueta-vínin ættu að vera lesendum síðunnar ágætlega kunnuð enda hafa rauðvínin þeirra verið í all nokkru uppáhaldi hjá okkur. Það er hins vegar ekki síður ástæða til að gefa  hvítvíninu Ramon Roqueta Tina 12 gaum.  Þetta er blanda úr tveimur þrúgum, annars vegar frönsku Búrgundarþrúgunni Chardonna og hins vegar Macabeo sem einnig er þekkt sem Viura á Spáni. Vínið er fölgult á lit, þægileg angan af límónu og þroskuðu ferskjum og ástaraldini, ferskt og þægilegt í munni, míneralískt með mildri seltu í lokin. 1.899 krónur. Frábær kaup. Sjarmerandi vín sem gefur mikið fyrir peninginn. Vín á pallinn, fordrykkinn eða með sushi.“

Share Post