Pol Roger Reserve Brut

 

 

Vinotek segir;

„Pol Roger er eitt af stóru nöfnunum í kampavínsheiminum en engu að síður ekki stórt miðað við stóru kampavínshúsin, framleiðslan er „eingöngu“ um 1,5 milljónir flaskna á ári. Þetta er eitt af fáu stóru nöfnunum sem enn er fyrirtæki í fjölskyldueigu og er ekki síst þekkt fyrir sterka tengingu við Bretland í gegnum árin, ekki síst í gegnum þekkta aðdáendur þessa kampavíns á borð við Winston Churchill (sem eitt af árgangsvínum hússins er raunar nefnt eftir). Reserve Brut er blanda í nokkuð jöfnum hlutföllum af Pinot Noir, Pinot Meunier og Chardonnay. Fölgult og þétt freyðing, þurrkuð epli, nýbakað brioche-brauð og engifer. Það er ferskt, míneralískt og margslungið, frábært kampavín. 6.999 krónur. Frábært kampavín – fullkominn fordrykkur. “

Post Tags
Share Post