Nottage Hill Cabernet Sauvignon Shiraz 2015

4star

nottage_hill_cabernet_shiraz_75cl

 

Vinotek segir;

Nottage Hill er vín frá ástralska vínhúsinu Hardy’s og í þessu rauðvíni er blandan klassísk fyrir Ástrali, annars vegar Cabernet og hins vegar Shiraz. Þetta er það sem er orðið svolítið sjaldséð, því miður, ódýr og flottur Ástrali. Munið þið þá tíð þegar þau vín áttu heiminn? Dökkt á lit, ávöxturinn dökkur, krydduð og þroskuð sólber og plómur, smá reykur, nokkuð af lakkrís, mjúkt með sætum og fínum ávexti. 1.999 krónur. Frábær kaup.

Share Post