Cune Ribera del Duero Roble 2014

cune_ribera1

 

Víngarðurinn Vín og fleira segir; 

Hin þekkta víngerð í Rioja, Cune (sem er reyndar ein af þeim stærri þar um slóðir) hefur á síðustu árum komið fram með hvern frábæra árganginn af öðrum og þar eru auðvitað í sérflokki Imperial-vínin sem eru með þeim betri sem hægt er að versla. Nú er komin í hillurnar hjá okkur rauðvín sem þeir gera undir sínum merkjum í Ribera del Duero og það er ekki að sjá annað en að sama vandvirknin sé þar viðhöfð.

Þetta vín hefur meðaldjúpan, plómurauðan lit og meðalopið nef þar sem finna má rauðan ávöxt (Maraschino-kirsuber og hindber), leður, svart te, krækjiberjasultu og tússpenna. Eikin er framarlega einsog oft er í rauðvínum frá Ribera del Duero en ekkert yfiryrmandi, enda er þetta vín einungis fimm mánuði í eik.

Það er ríflega meðalbragðmikið í munni með góða sýru, þétt tannín og þurrt. Rauði ávöxturinn er mest áberandi (sömu ber og í nefi), en þarna eru líka krækiber, steinefni, plóma, kakó og vanilla. Afskaplega vel gert og matarvænt rauðvín sem er gott með allskyns rauðu kjöti, vel gerðum pottréttum og Miðjarðarhafsmat.

Verð kr. 2.499.- Frábær kaup.

Vinotek segir; 

Cune eða Cvne eins og Compania Vinicola del Norte de Espana er yfirleitt kallað er helsta vínhús Rioja-héraðsins en hefur einnig sótt á önnur spænsk vínmið. Þetta rauðvín er t.d. vín frá hinu magnaða svæði Ribera del Duero, flokkað sem Roble eða Joven en það gefur til kynna að um mjög ungt vín er að ræða sem hefur þó engu að síður fengið smá snertingu við eik.Vínið hefur dökkan þéttan lit, í nefi töluvert þroskaður, sólbakaður svartur ávöxtur, krækiber, plómur, all nokkuð míneralískt, kalk, kryddað, þykkt, þurrt, ágætis matarvín. 2.499 krónur. Góð kaup.

Share Post