Nicolas Feuillatte Rose Reserve Exclusive Brut NV
Vínsíðurnar segja;
Það virðist ekki vera lenskan hjá stofnendum kampavínshúsa að kafa djúpt ofan í hugmyndabankann þegar kemur að nafngiftum á húsinu, því undantekningalaust virðast húsin vera nefnd eftir eiganda þeirra. Champagne Nicolas Feuillatte var stofnað af kaupsýslumanninum Nicolas Feuillatte sem hafði efnast verulega á sölu á afrísku kaffi til Bandaríkjanna. Þannig eignaðist hann góða viðskiptavini og árið 1976 datt honum í hug að senda nokkrum vel völdum viðskiptavinum kampavínsflöskur undir eigin nafni sem framleiddar voru á ekrum hans í Champagne. Viðskiptavinirnir voru ekki af verri endanum og má meðal annars nefna Kennedy fjölskylduna. Kampavínin slógu fljótlega í gegn og hafa stimplað sig inn sem eitt af stóru húsunum. Þetta vín er blanda af 45% Pinot Noir, 45% Pinot Meunier og 10 Chardonnay sem fær svo að liggja í 2-3 ár í kjöllurum hússins.
Vínið er fallega laxableikt á litinn með litlar loftbólur og opinn og aðlaðandi ilm sem tekur vel á móti þér. Rósir, hindber og hafrakextónar eru ráðandi í fyrstu en bakvið það leynast bökuð epli, rifsber og sítrusávextir. Virkilega nettur og fínlegur ilmur en góður er hann. Í munni er það þurrt, ferskt og nokkuð bragðmikið með fínlegum bubblum. Létt hindber, rifsber, sítrus, græn epli og brioche gera gott mót hjá bragðlaukunumog er etirbragðið nokkuð langt og hangir það á rauðum berjum.
Okkar álit: Afskaplega ljúft og bragðgott kampavín. Elegant.
Verð 6.299 kr