Domaine de Malandes Premier Cru Vau de Vey Chablis 2014

fjoraroghalf

Malandes Premier Cru Vau de Vay

Vinotek segir:

Domaine de Malandes er meðalstórt (á mælikvarða svæðisins) vínhús í Chablis undir stjórn kvenskörungsins Lyne Marchive. Vau de Vey er ein af „Premier Cru“-ekrunum í Chablis, þetta er austurhlíð með mjög kalkríkum jarðvegi, ein sú brattasta af Chablis-ekrunum.


2014 var erfiður árgangur víða í Frakklandi, tíðarfarið gerði vínbændum víða erfitt fyrir og haglél eyðilögðu til að mynda uppskeru að stórum hluta á svæðum í Búrgund. Bændurnir í Chablis prísa sig hins vegar sæla því að þeir sluppu vel og náðu flottri uppskeru í hús, árgangurinn flokkast sem hinn prýðilegasti þegar Chablis-vínin eru annars vegar.

Þetta er flott vín frá henni Lyne Marchive, enn ungt, angan vínsins svolítið stíf, sítursmikil, míneralísk, lime og sítrónubörkur í bland við örlítin vott af apríkósu, þarna má líka greina smá reykjarvott enda hefur vínið að hluta legið á tunnu. Fínlegt í allri uppbyggingu, þétt sýra, elegant og flott vín.

3.999 krónur. Mjög góð kaup. Vín fyrir t.d. humar eða góðan þorsk.

Share Post