Petit Bourgeois 2014

4,5star

PETIT BOURGEOIS SAUVIGNON BLANC - Vin de Pays du Val de Loire blanc - BT - HB

Vinotek segir:

Henri Bourgeois er með þekktari vínhúsum Sancerre en framleiðir einnig vín annars staðar í Loire-dalnum. Þetta svæði er eitt unaðslegasta hvitvínssvæði Frakka, þekkt fyrir fersk vín úr þrúgum á borð við Sauvignon Blanc og Chenin Blanc.

Dúndurgóður Sauvignon, franskur klassi og nýjaheims-sjarmi, vín sem stendur fyrir sínu ár eftir ár.  Fíkjur, ferskjur, appelsínubörkur, greip og sætar kantalópu-melónur í nefi, grösugt í bland við ávöxtinn, þykkur, aðlaðandi og sætur ávöxtur í munni, fín sýra, þurrt og ferskt. 2499 krónur. Frábær kaup.

Share Post