Muga Blanco 2019

 

 

Vinotek segir;

Flestir íslenskir vínunnendur þekkja væntanlega rauðvínin frábæru frá Muga en þetta vínhús hefur verið einhver traustasti framleiðandi Rioja-héraðsins um áratuga skeið. Hvítvínið og rósavínið frá Muga er hins vegar ekki síður vel gert en þau rauðu. Hvítvínið er blanda úr Viura, Garnacha Blanca og Malvasia de Rioja og víngerjunin er í tunnur úr franskri Nevers-eik. Vínið er fölgult, ilmur einkennist af mildum sítrustónum, sítrónu og greip, þurrkuðum og sætum suðrænum ávexti og blómum. Í munni þurrt, sýrumikið og míneralískt, 2.999 krónur. Frábær kjöt. Með öllu góðu sjávarfangi og ljósu kjöti.

Post Tags
Share Post